Spad i spilin
15 supporters
Hegðunarvandamál?

Hegðunarvandamál?

Nov 09, 2022

Þetta er mjög viðkvæmt og erfitt að sjá að mörgu leiti. Um er að ræða fólk sem er í samskiptum, ég sé ekki ást í þessum spilum en einhverjar tilfinningar því annars kæmi þetta ekki upp eins og það gerir. Maðurinn er með mikla höfnunartilfinningu yfir höfuð, ekki bara í þessu tilviki heldur almennt séð gagnvart flest öllu fólki, sennilega mest gagnvart konum og talsverður kvíði hjá honum varðandi þessa konu. Hann langar í nýja byrjun eða einhvers konar samband en er að ofhugsa þetta allt saman. Konan kemur upp sem mjög blíð og viðkvæm manneskja, gefur mikið af sér og of mikið þegar það kemur að þessum manni. En þetta er sterk kona samt og vel metin af þeim sem hana þekkja, og það er einhver ákveðin orka sem fylgir henni sem gerir það að verkum að fólk laðast mjög auðveldlega að henni. Gæti hugsanlega verið einhvers konar ráðgjafi, kennari eða eitthvað þess háttar, næ því ekki alveg, eitthvað á andlega sviðinu samt.

Ef um byrjunarörðugleika er að ræða þar sem maðurinn er með of háar varnir út af ótta og kemur hugsanlega fyrir á of stjórnsaman hátt, jafnvel ákveðið virðingarleysi í samskiptum, þá er spurning hvort það sé ekki tímabært að ræða það á hreinskilinn hátt og setja upp ákveðin mörk fyrir sjálfa þig. En ef ekkert breytist í hans hegðun að ganga þá frá þessu áður en ástandið versnar því of miklar tilfinningar séu komnar í spilið.

Ef þetta eru ekki byrjunarörðugleikar heldur búið að standa yfir í marga mánuði hugsanlega og ekkert hefur breyst í hans hegðun, ennþá ákveðið virðingarleysi og tillitsleysi, þá er ég algjörlega persónulega á þeirri skoðun að ganga í burtu frá þessu. Því ef ekkert hefur breyst til batnaðar í hans hegðun eftir marga mánuði eða lengur, þá er það ekki að fara að gerast því miður. Fólk breytist ekki ef það sér ekkert athugavert við sína hegðun og framkomu, það er bara þannig.

Gangi þér/ykkur mjög vel í þessu ferli ❤️

Enjoy this post?

Buy Spad i spilin a coffee

More from Spad i spilin